Matreiðslunámskeið með Yesmine Olsson er framandi og freistandi upplifun þar sem gestir njóta indverskra krydda, tónlistar, matar og smakka viðeigandi vín. Yesmine leiðbeinir hvernig elda á tíu indverska rétti, bæði kjöt og grænmetisrétti, á sem styðstum tíma og á sem heilsusamlegastan hátt án þess að það komi niður á hinu sanna indverska bragði. Kvöldið endar á veglegu matarboði með öllu tilheyrandi sem þátttakendur hafa tekið þátt í að undirbúa í sameiningu. Gestir fara heim saddir, með bros á vör, með uppskriftahefti og lítinn súkkulaði eftirrétt til að gefa sínum nánustu.

Námskeiðið er byggt á uppskriftum úr metsölu- og verðlaunabókum Yesmine og allt að fjórtán manns geta tekið þátt í hverju námskeiði. Farið verður í gegnum notkun á helstu kryddum og matreiðsluaðferðum indverskrar matargerðar. Á námskeiðinu er kennt hvernig á að reiða fram einstaklega bragðgóða rétti sem er upplagt að hafa í indversku matarboði. Námskeiðið er upplagt fyrir pör, vini, hjón, mæðgur, feðga og alla sem hafa gaman að framandi eldamennsku eða vilja læra.

Einnig eru í boði sérnámskeið fyrir hópa. Ef áhugi er á slíku ekki hika við að hafa samband. Hægt er að panta falleg gjafabréf í umslagi með slaufu með því að senda okkur tölvupóst. Athugið að hægt er að nýta tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja til endurgreiðslu námskeiðskostnaðar.

- Kaupa miða á næsta námskeið
- Gjafabréf á námskeið með Yesmine er gjöf sem gleður. Hægt er að panta þessi fallegu gjafabréf með því að senda okkur tölvupóst.

Funk events ehf Sandavaði 9 110 Reykjavík kt. 620906-1900 sími 6900200 yesmine@yesmine.is